Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Tinna Rut Wiium, Andrea Guðrún Hringsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir



Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar Venusar; karlmaður með kyndil á lofti. Lúsífer var sonur Áróru, dagrenningarinnar, sem var aftur systir sólar og mána og móðir vinda.

Á miðöldum tóku kristnir menn að líta svo á að Lúsífer væri fallinn engill sem rekinn hafði verið úr himnaríki sökum drambsemi sinnar og hent niður til heljar. Í Jesaja 14:12 segir til að mynda:

Hversu ertu hröpuð af himni,

þú árborna morgunstjarna!

Hversu ert þú að velli lagður,

undirokari þjóðanna!

Lúsífer var æðsti erkiengill himnaríkis og nánastur Guði. Lúsífer þyrsti aftur á móti í meiri völd, og ásamt öðrum englum gerði hann uppreisn gegn Guði. Fylgismenn Lúsífers og Guðs háðu himneskt stríð, og að lokum tókst hinum síðarnefndu að hrekja Lúsífer, og alla þá engla sem fylgdu honum, burt úr himnaríki. Sá sem kallaður var Lúsífer á himnum varð nú Satan, eða kölski og ríkti yfir helvíti, og englarnir sem með honum fóru urðu djöflar.

Satan á sér reyndar fleiri nöfn, og er hægt að lesa um þau í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau? Einnig er hægt að lesa meira um engla í svari Einars Sigurbjörnssonar við spurningunni Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

1.7.2005

Spyrjandi

Dröfn Hilmarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Tinna Rut Wiium, Andrea Guðrún Hringsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5106.

Tinna Rut Wiium, Andrea Guðrún Hringsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 1. júlí). Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5106

Tinna Rut Wiium, Andrea Guðrún Hringsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5106>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?



Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar Venusar; karlmaður með kyndil á lofti. Lúsífer var sonur Áróru, dagrenningarinnar, sem var aftur systir sólar og mána og móðir vinda.

Á miðöldum tóku kristnir menn að líta svo á að Lúsífer væri fallinn engill sem rekinn hafði verið úr himnaríki sökum drambsemi sinnar og hent niður til heljar. Í Jesaja 14:12 segir til að mynda:

Hversu ertu hröpuð af himni,

þú árborna morgunstjarna!

Hversu ert þú að velli lagður,

undirokari þjóðanna!

Lúsífer var æðsti erkiengill himnaríkis og nánastur Guði. Lúsífer þyrsti aftur á móti í meiri völd, og ásamt öðrum englum gerði hann uppreisn gegn Guði. Fylgismenn Lúsífers og Guðs háðu himneskt stríð, og að lokum tókst hinum síðarnefndu að hrekja Lúsífer, og alla þá engla sem fylgdu honum, burt úr himnaríki. Sá sem kallaður var Lúsífer á himnum varð nú Satan, eða kölski og ríkti yfir helvíti, og englarnir sem með honum fóru urðu djöflar.

Satan á sér reyndar fleiri nöfn, og er hægt að lesa um þau í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau? Einnig er hægt að lesa meira um engla í svari Einars Sigurbjörnssonar við spurningunni Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....