Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð.
Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en hana er að finna rúnasteini frá Rök í Svíþjóð frá upphafi 9. aldar. Fáir rúnasteinar hafa fundist á Íslandi.
Rúnasteinar eru oftast legsteinar eða minnismerki en rúnir voru oft ristar í tré og á ýmsa hversdagslega hluti, svo sem rúmgafla og kamba. Rúnir voru líka notaðar í galdra og til þess var haft sérstakt galdrastafróf. Einstaka rúnir hafa fundist á hellisveggjum.
Heimild og mynd:
Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Árný Björnsdóttir. „Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4026.
Árný Björnsdóttir. (2004, 27. febrúar). Hvar hafa rúnasteinar helst fundist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4026
Árný Björnsdóttir. „Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4026>.