Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 252 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru leðurblökur á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?

Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?

Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...

category-iconHeimspeki

Hver var Þales frá Míletos?

Þales frá Míletos var grískur heimspekingur, fæddur um 625 f.Kr. Aristóteles taldi hann hafa verið fyrsta heimspekinginn. Þales var einnig einn af vitringunum sjö, sem Grikkir eignuðu margvíslega speki. Honum var til dæmis eignað spakmælið „Þekktu sjálfan þig!“ sem var ritað á hof véfréttarinnar í Delfí. Þó var lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconJarðvísindi

Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna?

Frumefnin eru 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Frumefni númer 114 og 116 hlutu nöfnin flerovín (e. flerovinium) og livermorín (e. livermorium) árið 2012 og eru þau fru...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?

Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

Fleiri niðurstöður