Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2093 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?

Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru blakkahraun?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

category-iconHugvísindi

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?

Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

Síðari samsetningarliður lýsingarorðsins bráðger, það er -ger, er leiddur af stofni sagnarinnar að gera og er algengur í myndun lýsingarorða, til dæmis hálfger, grófger, dæmiger, alger, fullger, stórger, smáger og fleiri. Yfirleitt eru til hliðarmyndir með síðari liðnum -gerður (lýsingarhætti þátíðar) af lýsin...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconVeðurfræði

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrir hvað stendur skammstöfunin NASA?

Skammstöfunin NASA er stytting á National Aeronautics and Space Administration. Í beinni þýðingu útleggst það Bandaríska flug- og geimvísindastofnunin en stofnunin er yfirleitt kölluð Bandaríska geimvísindastofnunin eða geimrannsóknastofnunin á íslensku. Saga þessarar merku vísindastofnunar, sem var stofnuð ári...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er 'download'?

Enska orðið 'download' þýðir að flytja forrit eða gögn frá tölvu til annarrar tölvu, venjulega einmenningstölvu og nú á dögum yfirleitt á netinu. Þegar gögn eru á hinn bóginn flutt frá einkatölvu yfir á þjón eða móðurtölvu, er hins vegar oft talað um 'upload'. Í Tölvuorðasafni í Orðabanka íslenskrar málstöðvar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju eru neglurnar?

Neglur eru gerðar úr dauðum frumum rétt eins og hárið á okkur. Í nöglunum eru dauðar hyrnisfrumur húðþekkjunnar þéttpakkaðar, en hyrni er prótín sem er meginuppistaðan í hári, fjöðrum fugla, hornum dýra og klóm. Neglurnar á okkur gegna sama hlutverki og klær á öðrum dýrum, við getum til dæmis klórað okkur með þ...

category-iconEfnafræði

Hvar eru orkulindir?

Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...

category-iconSálfræði

Getur persónuleiki fólks gerbreyst?

Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...

Fleiri niðurstöður