Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 418 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig býr maður til app?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það? Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleir...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?

Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni. Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða bl...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?

Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?

Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru unglingsárin svona erfið?

Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?

Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?

Fyrirtækin AMD og Intel framleiða bæði nokkuð marga mismunandi örgjörva, þannig að það er líklega réttara að tala um "örgjörvafjölskyldur" AMD og Intel. Þessar örgjörvafjölskyldur hafa samt nokkur sérkenni, þannig að það er hægt að bera þær saman. Á undanförnum árum hafa fyrirtækin skipst á að vera með forystuna...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconÞjóðfræði

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconJarðvísindi

Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?

Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...

Fleiri niðurstöður