Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 839 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconFélagsvísindi

Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?

Upprunalega spurningin var: Ég og vinkona mín erum að vinna verkefni um matarsóun og finnum ekki hversu mörg prósent af fólki á jörðinni sveltur. Í örstuttu máli þá er talið að rúmlega 820 milljónir manna búi við hungur og um 2 milljarðar búi við ótryggt fæðuöryggi. Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar f...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar fjölmiðlar voru á Íslandi 1918?

Árið 1918 voru fjölmiðlar eingöngu prentmiðlar. Útsendingar útvarps og sjónvarps voru varla farnar að tíðkast neins staðar í heiminum; þó að búið væri að finna upp tækni til að senda símskeyti og loftskeyti var ekki enn farið að nota hana til fjölmiðlunar, nema hvað blöðin nutu þess auðvitað að fá fréttir með síma...

category-iconJarðvísindi

Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?

Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...

category-iconLögfræði

Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?

Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?

Snorri Sturluson fæddist árið 1179. Hann var sonur Guðnýjar Böðvarsdóttur og Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, ættföður Sturlunga. Snorri var bæði goðorðs- og lögsögumaður þótt þekktastur sé hann líklega fyrir ritstörf sín. Snorri er meðal annars höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu, og sumir telja að hann hafi...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?

Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er útselskópur?

Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?

8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Kvaran v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Leggjast ísbirnir í dvala?

Svarið við þessari spurningu er það að sumir ísbirnir leggjast í dvala. Hér er reyndar ekki um svokallað vetrarhíði (hibernation) að ræða líkt og þekkist meðal margra annarra spendýrategunda þar sem hægist verulega á hjartsláttartíðni og líkamshiti fellur niður í allt að 0°C. Hitastig ísbjarna, eins og annarra bja...

category-iconLífvísindi: almennt

Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp? Og ef svo er, hvers vegna? Nei það skiptir ekki máli hvort sveppir eru skornir eða slitnir upp því það eru sveppaldin sem maður tínir en ekki líkami sveppsins. Líkami sveppsins er gerður úr fínlegum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?

Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrok...

category-iconVísindi almennt

Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?

Sement var lengi vel unnið að mestu úr íslensku hráefni og framleitt hér á landi. Sementsverksmiðja ríkisins var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók til starfa seint á árinu 1958. Verksmiðjunni var breytt í hlutafélag 1993 og tíu árum síðar keypti fyrirtækið Íslenskt sement verksmiðjuna af ríkinu. Undi...

Fleiri niðurstöður