Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?

JGÞ

Sement var lengi vel unnið að mestu úr íslensku hráefni og framleitt hér á landi. Sementsverksmiðja ríkisins var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók til starfa seint á árinu 1958. Verksmiðjunni var breytt í hlutafélag 1993 og tíu árum síðar keypti fyrirtækið Íslenskt sement verksmiðjuna af ríkinu.

Undistaðan í íslenska sementinu var skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr námu í Hvalfirði. Eina innflutta hráefnið í sementinu var gifs, en það var aðeins um um 5% af sementinu.

Sementsframleiðslu hér á landi var hætt í febrúar 2012 síðan þá hefur allt sement verið innflutt.

Á vef Hagstofu Íslands er hægt að fá upplýsingar um innflutning eftir ýmsum vöruflokkum. Sement er í flokki sem nefnist: "661 Kalk, sement og bygg.efni ót.a.". Í tonnum talinn er innflutningur í þessum flokki eftirfarandi á árunum 2010 til 2019:

  • 2010: 30679,4
  • 2011: 28749,3
  • 2012: 66993,2
  • 2013: 85380,8
  • 2014: 98714,0
  • 2015: 116879,4
  • 2016: 149189,2
  • 2017: 187203,5
  • 2018: 197916,5
  • 2019: 176049,2

Eins og sjá má eykst innflutningurinn nokkuð þegar hætt er að framleiða sement á Íslandi.

Súlurit af vef Hagstofu Íslands sem sýnir innflutning í vöruflokki sem inniheldur kalk, sement og byggingarefni.

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.9.2021

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson

Tilvísun

JGÞ. „Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?“ Vísindavefurinn, 8. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80524.

JGÞ. (2021, 8. september). Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80524

JGÞ. „Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið hefur verið flutt inn af sementi undanfarin 10 ár?
Sement var lengi vel unnið að mestu úr íslensku hráefni og framleitt hér á landi. Sementsverksmiðja ríkisins var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók til starfa seint á árinu 1958. Verksmiðjunni var breytt í hlutafélag 1993 og tíu árum síðar keypti fyrirtækið Íslenskt sement verksmiðjuna af ríkinu.

Undistaðan í íslenska sementinu var skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr námu í Hvalfirði. Eina innflutta hráefnið í sementinu var gifs, en það var aðeins um um 5% af sementinu.

Sementsframleiðslu hér á landi var hætt í febrúar 2012 síðan þá hefur allt sement verið innflutt.

Á vef Hagstofu Íslands er hægt að fá upplýsingar um innflutning eftir ýmsum vöruflokkum. Sement er í flokki sem nefnist: "661 Kalk, sement og bygg.efni ót.a.". Í tonnum talinn er innflutningur í þessum flokki eftirfarandi á árunum 2010 til 2019:

  • 2010: 30679,4
  • 2011: 28749,3
  • 2012: 66993,2
  • 2013: 85380,8
  • 2014: 98714,0
  • 2015: 116879,4
  • 2016: 149189,2
  • 2017: 187203,5
  • 2018: 197916,5
  • 2019: 176049,2

Eins og sjá má eykst innflutningurinn nokkuð þegar hætt er að framleiða sement á Íslandi.

Súlurit af vef Hagstofu Íslands sem sýnir innflutning í vöruflokki sem inniheldur kalk, sement og byggingarefni.

Heimildir:

...