Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5038 svör fundust
Hvað eru vísindi?
Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...
Er til fólk með rafsegulóþol?
Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...
Hver var síðasta setning Fermats?
Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...
Hvað reykja margir á Íslandi?
Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...
Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?
Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda. Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damó...
Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?
Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...
Hvað er sókratísk kaldhæðni?
Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...
Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Syrgja börn?
Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkar...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...
Hvað kallast það sem fólk stingur bílbeltum í til þess að festa þau á sig?
Ekkert fast orð virðist notað um þetta stykki. Eina sem fram kom við fyrirspurn var bílbeltalæsing. Mynd: HB...
Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?
Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...