Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1214 svör fundust
Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?
Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir margvíslegan áhuga og hvatningu. Margir hafa sent okkur góð skeyti í tölvupósti og bent á atriði sem betur mega fara. Meginsvarið við þessari spurningu er einfalt og hefur komið fram áður: Við viljum vita við hverja við erum að tala. En auk þess hafa spurningar orðið gífur...
Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?
Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...
Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?
Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu: ...
Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?
Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar? Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um lei...
Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?
Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...
Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?
Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina. Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þé...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Hvernig varð sólin til?
Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...
Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?
Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?
Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki. Gárar í búri Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Af hverju erum við með augabrúnir?
Líklega er helsti tilgangur augabrúna að koma í veg fyrir að vökvi á borð við regnvatn eða svita berist í augun. Lögun augabrúnanna gerir að verkum að vatn lekur fremur framhjá augunum en inn í þau. Einnig er mjög líklegt að augabrúnir auðveldi mönnum að sýna tilfinningar sínar. Þegar fólk er reitt hleypir það...
Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...