Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2202 svör fundust
Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?
Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í r...
Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?
Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...
Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?
Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....
Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum?
Hér er einnig svar við spurningunum:Er vont fyrir liðina að láta braka í puttunum?Er óhollt að láta braka í puttunum á sér?Það er alltaf verið að segja að maður fái liðagigt af því að láta braka í puttunum, en hvað gerist í raun og veru?Hvað gerist þegar látið er braka eða smella í liðamótum (til dæmis í puttum) o...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?
Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....
Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?
Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...
Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...
Af hverju hlær maður þegar einhver kitlar mann?
Margir telja að viðbrögð fólks við kitli, svo sem að kippast til og frá, séu nokkurs konar varnarviðbrögð, svipað og þegar kýr og fleiri dýr kippast við til að verjast ásókn flugna og annarra kvikinda. Þetta skýrir samt ekki af hverju fólk hlær þegar það er kitlað. Samkvæmt sumum vísindamönnum hlæjum við þegar...
Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?
Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...
Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?
Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...
Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...
Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?
Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...
Af hverju er maður með blóð í líkamanum?
Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...