Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?
Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...
Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?
Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...
Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1978 og 1997?
Á vef Hagstofu Íslands undir ,,hagtölur'' og ,,mannfjöldi'' má nálgast upplýsingar um fjölda íbúa á Íslandi allt aftur til 1703. Þar má meðal annars sjá að árið 1978 voru Íslendingar 222.552 talsins. Tveimur áratugum síðar, árið 1997, hafði landsmönnum fjölgað um rúmlega 47.000 eða upp í 269.874. Eins og ...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?
Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?
Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...
Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?
Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...
Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum? Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirli...
Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?
Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...
Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?
Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanbu...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hr...
Af hverju falla snjóflóð?
Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...
Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...