Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 678 svör fundust

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir á Hvolsvelli?

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Elstu tölur á vef Ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „að vera fjarri góðu gamni“?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er uppruni setningarinnar „að vera fjarri góðu gamni“? Orðasambandið þekkist frá 17. öld í lítið eitt annarri mynd: langt frá góðu gamni. Um fjarri góðu gamni eru elstu dæmi frá síðari hluta 19. aldar. Gaman merkir hér ‘ánægja, skemmtun’ og sá sem er fjarstaddur missi...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?

Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða átt er humátt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?

Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bakteríur í heiminum?

Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að doka við?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?

Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...

category-iconHugvísindi

Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?

Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hver grefillinn?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver grefillinn er grefill? Grefill er vægt blótsyrði og virðast elstu heimildir ná aftur til 17. aldar. Það er talið ummyndað tökuorð úr þýsku, samanber miðháþýsku griu(w)el, háþýsku Greuel ‘andstyggð, óhæfuverk, viðbjóðsleg vera’. Hver grefillinn er notað í sömu merkin...

category-iconHugvísindi

Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?

Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...

category-iconHeimspeki

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?

Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...

Fleiri niðurstöður