Hver er uppruni setningarinnar „að vera fjarri góðu gamni“?Orðasambandið þekkist frá 17. öld í lítið eitt annarri mynd: langt frá góðu gamni. Um fjarri góðu gamni eru elstu dæmi frá síðari hluta 19. aldar. Gaman merkir hér ‘ánægja, skemmtun’ og sá sem er fjarstaddur missir af því skemmtilega sem fram fer.

Að vera fjarri góðu gamni merkir að missa af því skemmtilega sem fer fram. Myndin er af olíumálverkinu Stańczyk (1862) eftir pólska málarann Jan Matejko.