Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2626 svör fundust
Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?
Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...
Hvað getiði sagt mér um Finnland?
Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...
Er hægt að taka greindarpróf á netinu og ef svo er á hvaða síðum?
Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heið...
Hvert er hæsta fjall Noregs?
Hér er einnig svör við spurningunum: Hvert er hæsta fjall í heimi? Hver eru hæstu fjöll í hverri heimsálfu? Hæst fjall Noregs, sem jafnframt er hæsta fjall Norðurlandanna, kallast Galdhøppiggen og er 2470 metra hátt. Fjallið er á svæði sem kallast Jötunheimar og eru næstu bæir við það Sandane og Nordfjordeild í u...
Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?
Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...
Hver er gjaldmiðillinn í Prag?
Gjaldmiðill Tékkklands (og þar með höfuðborgarinnar Prag) heitir koruna, eða tékkneska krónan (CZK eða Kč). Ein tékknesk króna skiptist svo í hundrað hali eða hellera (h). Tékknesku seðlarnir skiptast í 5000, 2000, 1000, 500, 200, 100, 50 og 20 CZK en myntin skiptist í 50, 20, 10, 5, 2, og 1 CZK og 50 h....
Hvernig er veðurfarið á Hawaii?
Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...
Hvað er gyðja?
Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...
Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?
Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....
Hvað eru ninjur?
Orðið ninja merkir sá sem iðkar ninjutsu en það er heiti á austurlenskri bardaglist sem hægt er að þýða sem 'list hins ósýnilega'. Ninjur voru félagar í japönskum leynisamtökum sem stofnuð voru fyrir árið 1500. Þær voru aðallega njósnarar, en líklega voru þær einnig fengnar til að ráða menn af dögum og vinna ýmis ...
Hvað vitið þið um Atla Húnakonung?
Atli Húnakonungur var síðasti og voldugasti konungur Húna, sem upphaflega komu frá Asíu. Hann fæddist líklega árið 406 og var krýndur konungur árið 434. Í fyrstu stjórnaði hann ríkinu ásamt bróður sínum, Bleda, en Atli myrti hann árið 435 og ríkti eftir það einn allt þar til hann dó sjálfur árið 453. Undir stjórn ...