Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið ninja merkir sá sem iðkar ninjutsu en það er heiti á austurlenskri bardaglist sem hægt er að þýða sem 'list hins ósýnilega'. Ninjur voru félagar í japönskum leynisamtökum sem stofnuð voru fyrir árið 1500. Þær voru aðallega njósnarar, en líklega voru þær einnig fengnar til að ráða menn af dögum og vinna ýmis skemmdarverk. Ninjur þurftu að ganga í gegnum erfiða andlega og líkamlega þjálfun, svo sem þjálfun í bardagaíþróttum, og þeir sem eitt sinn urðu ninjur gerðu það að ævistarfi sínu.
Mikilvægt var fyrir ninjur að enginn kæmist að því hverjar þær væru í raun og veru. Þess vegna máttu ninjur ekki segja til nafns. Einnig klæddust þær kolsvörtum búningum sem huldu bæði höfuð þeirra og líkama.
Ninjur þurftu að vera vel þjálfaðar í bardagalistum. Þær þurftu einnig að kunna berjast með vopnum og blanda eitur. Þær notuðu blásturspípur (e. blowguns), vopn sem búin voru til úr holum bambus, til að spýta eiturpílum á óvini sína. Einnig börðust ninjur til að mynda með sverðum, kaststjörnum (j. hira shuriken) og keðjum.
Á 17. öld var bann lagt á samtök ninjanna. Samt sem áður héldu menn áfram að iðka bardagalistir þeirra á laun allt fram á þennan dag.
Heimildir og mynd