Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2416 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem við...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?

Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...

category-iconVísindafréttir

Samstarfssamningur Landsvirkjunar og Vísindavefs Háskóla Íslands undirritaður

Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning til þriggja ára um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Samningurinn kveður á um samstarf um vandaða og nútímalega vísindamiðlun til almennings. Sameiginlegt markmið Landsvirkjunar og Vísindavefsins er að fræða ungt fólk og almenning um vísindi. Lan...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð heimurinn til?

Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

category-iconLögfræði

Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?

Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir snæugla lengi?

Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...

category-iconBókmenntir og listir

Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?

Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?

Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

category-iconÍþróttafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?

Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum....

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...

Fleiri niðurstöður