Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1581 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?
Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...
Hvað eru innherjaviðskipti?
Hugtakið innherjaviðskipti er notað um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Innherjum er skipt í tvo...
Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...
Hvað lifir skógarþröstur lengi?
Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?
Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...
Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of...
Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...
Hvað er langt á milli jarðar og sólar?
Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...
Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?
Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...
Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?
Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir að...
Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og ...
Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?
Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...
Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?
Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn. Þessi ...
Hver er eðlismassi vatns?
Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...