Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of mikil samskipti vegna COVID. Hún segir að þær virðist ekki vera mjög illa haldnar eftir aðgerðirnar. Venjulega er nú auðvelt aðgengi að sáðrásinni en verra með eggjastokkana.Ófrjósemisaðgerðir á dýrum fara yfirleitt fram með þeim hætti að dýrin eru svæfð fyrir aðgerð og kviðsvæðið rakað. Dýralæknirinn byrjar á því að binda fyrir æðar sem liggja að æxlunarfærunum til að koma í veg fyrir lífshættulegar blæðingar, áður en eiginleg ófrjósemisaðgerð hefst. Því næst eru æxlunarfærin fjarlægð, legið hjá kvendýrunum og eistun hjá karldýrunum. Svo er skurðsárinu lokað aftur með saumum. Dýrin eru sofandi eins og áður segir og þurfa svo næði til að vakna aftur á öruggum stað. Yfirleitt eru kanínur komnar til síns heima innan sólarhrings frá innlögn.
- Neutering in Rabbits - VCA Animal Hospitals. (Sótt 14.2.2022).