Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4197 svör fundust

category-iconLögfræði

Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?

Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?

Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?

Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?

Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?

Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sam...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar holur á golfkúlum?

Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...

category-iconLögfræði

Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?

Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?

Samgróningar eru bandvefur sem myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi. Myndun þeirra tekur ákveðinn tíma en síðan hjaðna þeir eða mýkjast. Vonir standa til að samgróningar eftir aðgerðir minnki með nýjum aðferðum í skurðlækningum þar sem líffærin verða fyrir minna hnjaski. Samgróningar (adhesion) my...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?

Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...

category-iconVísindafréttir

Vísindavaka 2008

Vísindavaka Rannís verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 26. september 2008 á degi Evrópska Vísindamannsins. Hátíðin fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og hefjast hátíðahöldin kl. 17 og lýkur kl. 22. Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á staðnum og ætlar meðal annars að segja frá því hvort ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálf...

category-iconLögfræði

Hvenær má borgari handtaka mann?

Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...

category-iconVeðurfræði

Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?

Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í lo...

Fleiri niðurstöður