Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 992 svör fundust
Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...
Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?
Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...
Hvað er burstaormur?
Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudin...
Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?
Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...
Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?
Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...
Hvað er strengjafræði?
Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...
Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?
Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...
Hvernig get ég reiknað út flatarmál sex- og átthyrninga?
Aðferðin sem notuð er til að reikna út flatarmál tiltekins sex- eða átthyrnings veltur á eiginleikum hans. Til dæmis er mun einfaldara að finna flatarmál reglulegra sex- og átthyrninga en óreglulegra. Líkt og lesa má um í svari Einars Bjarka Gunnarssonar við spurningunni Hvað er reglulegur hyrningur? þá er marghy...
Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?
Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...
Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?
Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...
Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?
Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...
Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?
Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...