Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 285 svör fundust
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?
Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?
Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...
Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?
Þvagmagn sem myndast hverju sinni fer fyrst og fremst eftir því hversu mikinn vökva maður drekkur en það er rétt hjá spyrjanda að það er ekki alveg sama hver vökvinn er. Í kaffi og bjór eru efni sem hafa bein áhrif á þvagmyndun. Þessi efni virka þó á ólíkan hátt. Manneken Pis er eitt þekktasta kennileitið í B...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...
Hvernig er dýralíf í Perú?
Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...
Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...
Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?
Líkaminn notar prótín, ásamt kolvetnum og fitu, sem eldsneyti. Öll þessi efni gegna þó einnig öðrum og mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Líkaminn notar þau prótín sem hann fær til að búa til sín eigin prótín, til dæmis eru prótín aðalbyggingarefni líkamans og nauðsynleg til uppbyggingar, vaxtar og viðhalds ve...
Hvernig mengar það að borða kjöt?
Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg. Mannskepnan er ...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hver eru mengunaráhrif brennisteins?
Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...
Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún?
Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru miki...
Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?
Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...