Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 752 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hnísur með veiðihár?

Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum. Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans?

Húðsepinn sem finnst meðal annars á hönum nefnist á íslensku hálssepi (e. wattle). Slíkir hálssepar finnast víðar í dýraríkinu. Meðal annars hjá ýmsum tegundum fugla eins og gömmum, kalkúnum, áströlskum vörtukrákum (Anthochaera spp.) og nýsjálenskum vörtukrákum (Callaeidae). Hjá spendýrum þekkjast slíkir separ hjá...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð? Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr dáið úr ástarsorg?

Atferlis- og dýrafræðingar hafa lengi rannsakað tilfinningalíf dýra. Hinn kunni náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) fjallaði meðal annars um slíkt í ritum sínum. Það er vel þekkt að dýr sýna tilfinningar eins og reiði og ýmis tilbrigði við gleði. Einnig eru sterkar vísbendingar um að dýr sýni þá tilfinn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?

Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru fóstur sníkjudýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?

Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni. Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða bl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má skjóta hrafna?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári? Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?

Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta kjöt á tilraunastofu?

Stutta svarið er já. Framfarir í frumulíffræði og erfðafræði hafa gert kjötræktun á tilraunastofu mögulega. Stofnfrumur dýra (til dæmis nautgripa) eru einangraðar og þeim gefin næring og svokallaðir vaxtarþættir. Þættirnir hvetja frumurnar til þess að þroskast í vöðva- og fitufrumur. Úr slíkum tilraunum hefur frum...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru hundar með sex skilningarvit?

Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit. Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um a...

Fleiri niðurstöður