Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5370 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég heita fjórum nöfnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconHeimspeki

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er Hreppafleki?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum? Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

category-iconJarðvísindi

Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hestar hneggja, hundar gelta og kettir mjálma, en hvað gera til dæmis asnar, fílar, selir og gíraffar?

Dýrahljóð geta verið misjöfn eins og mannanna. Oftast er þó sagt að asninn hríni. Selurinn er sagður góla, fíllinn öskrar og um hljóð gíraffa er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð? Selir góla. Myndin er af hlébarðasel. Fleiri svör við spurningum um dýrahljóð:Ef heil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?

Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa leðurblökur sjón?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón? Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?

Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hafa margar hljóðbækur komið út á íslensku undanfarin ár?

Verk sem gefin eru út eða birt á Íslandi eru skilaskyld samkvæmt lögum. Með því er átt við að útgefendum ber að skila eintökum af verkum sem þeir gefa út til Landsbóksafns Íslands - Háskólabókasafns.[1] Söfnin sem taka á móti efninu gera síðan skrár yfir efni sem berst til þeirra í skylduskilum og þær eru birta...

Fleiri niðurstöður