Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 489 svör fundust
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Halda mýs að leðurblökur séu englar?
Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er?
Því miður er það nú svo að fólk viðhefur ýmiss konar óeðli. Ritstjórn Vísindavefsins hefur til dæmis spurnir af fólki sem fer öfugu megin fram úr rúminu, klæðir sig í hægri sokkinn á undan þeim vinstri, hengir klósettrúllurnar upp þannig að endinn á pappírnum snúi inn og þrjóskast við að skrifa nafnið Anna aftur á...
Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?
Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...
Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?
Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Getur þú sagt mér frá stökklum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...
Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?
Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...
Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?
Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni: Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki? Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum? Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á ...
Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?
Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?
Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...