Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1029 svör fundust
Hvernig myndast símasamband?
Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart. Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...
Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Ég veðjaði við yfirmann minn og fæ launahækkun ef ég hef rétt fyrir mér: Er tvinntalan $i$ tala?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag. Ég er í veðmáli við yfirmann minn og ef ég hef rétt fyrir mér þá fæ ég launahækkun. Spurningin mín er þessi: Er tvinnTALAN $i$, tala? Eins og þegar við tölum um kvaðratrótina af -1 þar sem svarið er $i$. Kærar þakkir. Vísindavefurinn er stundum beðinn um ...
Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...
Hvernig gat Guð skapað heiminn?
Flest trúarbrögð eiga sögur af sköpun veraldarinnar. Í Biblíunni segir Guð: 'Verði ljós' og það varð ljós. Síðan sagði hann 'Verði' hitt og þetta og þá urðu hlutar heimsins til. 'Guð' er orð sem hefur meðal annars verið notað yfir það sem menn skilja ekki og vekur þeim furðu. Það skilur í raun enginn hvernig þe...
Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?
Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þe...
Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?
Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...
Hvað merkir að ríða við einteyming?
Orðið einteymingur merkir ‛einfaldur taumur á hesti’. Sá sem ríður við einteyming hefur því aðeins taum öðrum megin við hnakka hestsins. Þetta þóttu ekki merkileg beisli miðað við venjuleg beisli og einföld að gerð. Orðasambandið að ríða ekki við einteyming er þangað sótt og vísar líkingin til þess að þa...
Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?
Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...
Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?
Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...
Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'?
Orðið bláhorn er vel þekkt allt frá því á síðari hluta 19. aldar. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans er verið að tala um bláhorn í kirkjugarði en einnig eru dæmi um bláhorn á bókarspjöldum og á húsgögnum, til dæmis borði eða skáp. Fyrri liðurinn blá- er bæði notaður til að mynda nafnorð og lýsingarorð og er þá t...
Hvað eru vatnaskil og vatnasvið?
Vatnaskil: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Vatnaskil. Vatnasvið tiltekinnar ár er safnsvæði árinnar: innan þess falla öll vötn og lækir til hennar. Einnig má tala um ...
Í fréttum heyrði ég sagt að geitungar bíti fólk, er það nokkuð rétt?
Þegar menn eða dýr bíta, þá gera þau það með munninum. Geitungar hafa brodd á afturendanum og er hann að uppruna varppípa. Þeir beita broddinum bæði til fæðuöflunar og til varnar. Það er því rétt að segja að þeir stingi andstæðing sinn en bíta hann ekki þar sem munnurinn kemur ekkert við sögu, eingöngu broddurinn ...
Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?
Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur...