Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5583 svör fundust
Hver er saga grískrar heimspeki?
Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...
Af hverju er krummi að stríða mömmu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við höfum séð að krummi hefur stundum verið að stríða fólki og dýrum t.d. mömmu, hestum, heimalningum og hundum. Af hverju gerir hann þetta? Leikir dýra, sérstaklega ungviðis, eru gjarnan æfing fyrir það sem tekur við í lífsbaráttunni á fullorðinsárunum. Leikirnir hafa því ák...
Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...
Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?
Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?
Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...
Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?
Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...
Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?
Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...
Hver er munurinn á blossamarki, brunamarki og íkveikjumarki?
Blossamark (e. flash point), brunamark (e. fire point) og íkveikjumark (e. ignition tempterature, einnig kallað sjálfsíkveikjumark, e. autoignition temperature) eru allt hugtök sem hafa með bruna efna að gera. Við tölum um bruna þegar efni hvarfast við súrefni þannig að úr verður eldur, það er að segja það myndast...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Hvað er krossferð?
Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frel...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?
Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði við sama skóla 1983. Á árunum 1978-1987 kenndi Guðmundur í menntaskólum en hóf síðan doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Poli...
Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...