Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 983 svör fundust
Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!
Eins og sést af meðfylgjandi grafi eru skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi. Grafið sýnir gestafjölda eftir dögum undanfarna 12 mánuði og á því koma fram tveir toppar þar sem umferðin fer yfir 14.000. Fyrri toppurinn varð þann 20. október 2020 (örlítið hægra megin við miðju á grafinu), þegar skjálfti af stæ...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?
Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?
Ljónið er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Það er stórt um sig og lendir í 12. sæti þegar stjörnumerkjunum er raðað eftir stærð. Ljónið er áberandi á himninum á vorin og auðþekkjanlegt. Stjörnurnar í höfði Ljónsins mynda eins konar sigð á himninum sem tiltölulega auðvelt er að finna á himnin...
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?) Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna...
Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?
Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...
Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?
Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...
Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?
Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...
Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skrið...
Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?
Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...
Hvernig er lífsferill hrognkelsa?
Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...
Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?
Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...