Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 521 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?

Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?

Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúar...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...

category-iconSálfræði

Af hverju stríða strákar stelpum?

Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...

category-iconFöstudagssvar

Þarf maður að eiga foreldra?

Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Erik H. Erikson?

Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks ...

category-iconUnga fólkið svarar

Voru María Magdalena og María mey sama konan?

Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?

Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?

Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

category-iconTrúarbrögð

Er himnaríki til?

Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvers vegna rekast geimför aldrei á aðskotahluti út í geimnum? Er hægt að forðast það? (Þorvaldur Hermannsson)Stafar jörðinni hætta af svokölluðu geimrusli, og ef svo er, er hægt að eyða því? (Trausti Salvar)Er það rétt að á sporbaug um jörðu þjóti skrúfur og annað dras...

Fleiri niðurstöður