Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 974 svör fundust
Hversu líklegt er að það verði hvít jól?
Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Af hverju fróar fólk sér?
Meginástæðan er sjálfsagt sú að upplifa þá tilfinningu eða ánægju sem örvun kynfæra leiðir til. Í dag er yfirleitt litið á sjálfsfróun sem góða leið til að kynnast sjálfum sér, eigin tilfinningum og líkama þó það viðhorf hafi ekki alltaf verið ríkjandi. Sóley Bender fjallar um þessi mál í svari við spurningunni: E...
Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?
Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska. Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur efti...
Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...
Hver var fyrsta skáldsagan?
Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...
Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?
Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...
Hvers vegna byrja unglingar að drekka?
Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...
Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...
Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?
Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...
Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Hvenær var Einstein uppi?
Albert Einstein fæddist 14. mars 1879 í bænum Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi, og lést 18. apríl 1955 í Princeton, Bandaríkjunum. Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og lei...
Hvað er amerískur fótbolti stór?
Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 gr...