Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8360 svör fundust
Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?
Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...
Hver fann upp stafrófið?
Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...
Hvaða málmar teljast eðalmálmar?
Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...
Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Hvað getið þið sagt mér um skötur?
Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...
Hvað er víkjandi lán?
Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...
Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?
Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...
Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...
Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?
Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Winston Churchill á góðri stundu ...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?
Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...
Hvað éta apar?
Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...