Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær varð íþróttin körfubolti til?

Körfubolti var fundinn upp árið 1891 af kanadíska kennaranum James Naismith sem bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Naismith kom fram með hugmyndina að körfubolta í kjölfar þess að yfirmaður íþróttadeildar skólans sem hann starfaði við auglýsti eftir íþrótt sem þjálfa mætti að vetrarlagi, í stað ýmist leiðinlegra eð...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom Churchill til Íslands?

Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver bjó til íslenska fánann?

Á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur 27. september 1906 sýndi Matthías Þórðarson, síðar þjóðminjavörður, fánahugmynd sína: hvítan kross í bláum feldi með rauðum krossi innan í hvíta krossinum. Áttu litirnir að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. Hugmyndin var samþykkt seinna. Þetta svar er tekið nær orðrétt f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

category-iconLæknisfræði

Er til lækning við dreyrasýki?

Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til rándýr?

Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt til Mars?

Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...

category-iconJarðvísindi

Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir). Steind er skilgreind sem krist...

category-iconEfnafræði

Hvernig er bjór búinn til?

Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til flautumál á Kanaríeyjum?

Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að. Með ‘el silbo’ er hægt að f...

category-iconFöstudagssvar

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?

Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma. Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefnd...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur hundur farið til tunglsins?

Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni. Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hú...

Fleiri niðurstöður