Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3479 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?

Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld. Ný ættarnöfn voru síðan bönnuð með lögum frá 1925 þar sem ráð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur. Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem h...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er kurteisi?

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...

category-iconLandafræði

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?

Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ár urðu bílar til?

Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?

Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...

category-iconTrúarbrögð

Hvað stóð í saltara?

Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...

category-iconNæringarfræði

Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?

Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

Fleiri niðurstöður