Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað stóð í saltara?

JGÞ

Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum.

Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem líktist hörpu.

Síða úr svonefndum Chludov-saltara frá 9. öld.

Á ensku er orðið Psalter notað yfir saltara og orðið Psalms um Davíðssálmana. Forn ritháttur orðsins sálmur er psalmr.

Orðið saltari var einnig notað í fiskvinnslu um þann sem saltaði fiskinn. Úr tímaritinu Ægi frá árinu 1909 er þessa tilvitnun að finna: "Allir, sem að einhverju leyti hafa afskifti af fiskinum, veiðimaðurinn, verkunarmaðurinn, saltarinn og þurrkarinn."

Heimildir og mynd:


Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Í gömlum heimildum og þjóðsögum er víða vitnað í saltarann, einhverskonar guðfræðilegt kver. Hvað var saltarinn og hvað var í þessu kveri?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.1.2008

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Óskar Þór Þráinsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað stóð í saltara?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6993.

JGÞ. (2008, 9. janúar). Hvað stóð í saltara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6993

JGÞ. „Hvað stóð í saltara?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað stóð í saltara?
Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum.

Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem líktist hörpu.

Síða úr svonefndum Chludov-saltara frá 9. öld.

Á ensku er orðið Psalter notað yfir saltara og orðið Psalms um Davíðssálmana. Forn ritháttur orðsins sálmur er psalmr.

Orðið saltari var einnig notað í fiskvinnslu um þann sem saltaði fiskinn. Úr tímaritinu Ægi frá árinu 1909 er þessa tilvitnun að finna: "Allir, sem að einhverju leyti hafa afskifti af fiskinum, veiðimaðurinn, verkunarmaðurinn, saltarinn og þurrkarinn."

Heimildir og mynd:


Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Í gömlum heimildum og þjóðsögum er víða vitnað í saltarann, einhverskonar guðfræðilegt kver. Hvað var saltarinn og hvað var í þessu kveri?
...