Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 951 svör fundust
Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?
Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...
Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...
Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?
Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi ...
Hver er uppruni orðtækisins 'rúsínan í pylsuendanum'?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hver er uppruni orðtækisins rúsínan í pylsuendanum? Hefur það einhvern tíma verið til siðs að setja rúsínu í pylsur? Í söfnum Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðasambandið rúsínan í pylsuendanum úr nútímamáli. Eldri dæmi eru þó til um rúsínu í endanum um eitthvað gott, eitthva...
Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?
Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrr á öldum börðust menn með ý...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?
Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...
Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?
Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...
Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?
Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'. Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkö...
Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka ...
Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?
Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orði...
Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?
Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...
Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?
Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...
Hvað er metafóra?
Metafóra er hljóðlíking gríska orðsins metaphora sem hefur verið íslenskað með hugtakinu myndhvörf. Gríska orðið merkir bókstaflega 'að bera yfir' eða 'yfirfærsla' og á sérstaklega við um það þegar merking orðs færist af einu sviði yfir á annað. Þegar við tölum um borðfætur beitum við myndhvörfum. Samkvæmt kla...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...