Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 384 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er gen?

Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?

Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...

category-iconSálfræði

Hver var Carl Gustav Jung?

Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?

Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Þetta stafar af því að mikill munur er á bylgjulengd í rauðu og bláu ljósi. Þess vegna brotnar ljós af þessum litum líka mismikið í auganu eða í sjónglerjum. Rautt ljós frá tilteknum punkti kemur ekki saman í sama punkti inni í auganu eða handan sjónglersins eins og blátt ljós frá sama upphafspunkti. Augað getur e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?

Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast zeólítar?

Zeólítar eru holufyllingar; þeir falla út úr volgu eða heitu grunnvatni (80-230°C) í blöðrum og sprungum í berginu. Ásamt silfurbergi (kalkspati) eru zeólítar frægustu skrautsteinar Íslands, en fyrstir til að lýsa þeim hér á landi voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson í Ferðabók sinni (568. grein). Zeólítar my...

category-iconFöstudagssvar

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?

Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconVísindavefur

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...

Fleiri niðurstöður