Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 735 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?

Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?

Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'....

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?

Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?

Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...

category-iconLandafræði

Hvaðan er nafnið á fjallinu Óþola í Dýrafirði komið?

Óþoli er mjög hátt fjall norðan til við dalsmynnið á Gerðhamradal við Dýrafjörð. Þórhallur Vilmundarson telur að merking nafnsins sé ‚hinn óþolinmóði, sá sem bíður ekki‘ og virðist höfða til snjóflóðahættu (Grímnir 2, 116-118). Undir fjallinu stendur bærinn Arnarnes, og segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Pál...

category-iconTrúarbrögð

Eru margir menn heiðnir?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?

Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri. Eignarfallið forkunnar- er notað sem ...

category-iconNæringarfræði

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...

category-iconFélagsvísindi

Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?

Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan h...

category-iconLæknisfræði

Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?

Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar. Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pil...

category-iconHagfræði

Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...

category-iconLandafræði

Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?

Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...

Fleiri niðurstöður