Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 478 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?

Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?

Áður en nýjar tegundir eru fluttar inn á svæði þurfa helst að fara fram viðamiklar vistfræðilegar athuganir. Þetta svar byggist þó ekki á neinum sérstökum athugunum en ljóst er að áhrif af innflutningi úlfa yrðu mun víðtækari en hér er fjallað um. Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel teki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Samkvæmt NASA þá eru allar pláneturnar „satellite“ því þær snúast kringum sólina. En eina orðið fyrir „satellite“ á íslensku er gervitungl en það er eitthvað sem er gervi og mannkynið bjó til. En við erum ekki með almennilegt orð fyrir satellite á íslensku því að satellite þarf e...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er fornyrðislag?

Kvæði lík eddukvæðum eru til á ýmsum germönskum tungumálum, svo sem fornensku og fornháþýsku. Enn er deilt um aldur hinnar fornensku Bjólfskviðu og fornháþýsku Hildibrandskviðu en bæði kvæðin eru þó bersýnilega undir sama samgermanska bragarhættinum og norræn kvæði á borð við Völuspá og Atlakviðu. Þannig eru edduk...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmar eru í messing?

Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað. Messing hefur verið notað um la...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?

Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?

Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er DAFO-greining?

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...

category-iconMálvísindi: íslensk

Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?

Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?

Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

Fleiri niðurstöður