Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8575 svör fundust
Hvaðan kemur orðið bíó og hvað þýðir það?
Orðið bíó er stytting á danska orðinu biografteater, eiginlega ‛leikhús sem sýnir lifandi myndir’. Það er fengið að láni snemma á 20. öld. Dönsku orðstofnarnir eru komnir úr grísku bíos ‛líf’ og graphikós ‛teiknaður’, af gráphein ‛skrifa, lýsa’. Bíó er stytting á danska orðinu biograftea...
Hvar á landinu finnst blóðberg?
Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...
Hvað inniheldur fræ?
Fræ samanstendur að jafnaði af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni. Kímið er einhvers konar fósturhluti plöntunnar og vísir að plöntu framtíðarinnar því að við kjöraðstæður verður spírun. Hér á landi virkjar aukinn lofthiti, sem hitar jarðveginn, og aukning á ljóslotu spírun. Þá vex eitt kímblað úr fóstrinu...
Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?
Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng. Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna ...
Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...
Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?
Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu. Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu ...
Hvað eru firnindi?
Orðin firn og firnindi í hvorugkyni fleirtölu merkja „öræfi, óbyggðir“ en einnig „mikið af einhverju“. Eldri mynd firnindi er firnerni og kemur það fyrir þegar í fornu máli. Orðin firn og firnindi merkja m.a. „öræfi, óbyggðir.“ Upphafleg merking mun vera „eitthvað sem er fjarri, hinum megin, handan við.“ Á myn...
Hvaðan er nafnið á fjallinu Óþola í Dýrafirði komið?
Óþoli er mjög hátt fjall norðan til við dalsmynnið á Gerðhamradal við Dýrafjörð. Þórhallur Vilmundarson telur að merking nafnsins sé ‚hinn óþolinmóði, sá sem bíður ekki‘ og virðist höfða til snjóflóðahættu (Grímnir 2, 116-118). Undir fjallinu stendur bærinn Arnarnes, og segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Pál...
Af hverju heitir tebolla þessu nafni?
Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...
Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...
Hvað eru ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?
Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...
Hvernig verka rafhlöður í farsímum?
Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hvað eru skessusæti?
Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...