Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 308 svör fundust
Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er hringrás kolefnis í náttúrunni? Og hvernig tengist hringrás þess hringrás vatns? Hringrás kolefnis í náttúrunni er afar flókin og margbreytileg enda er kolefnið ein af lykilsameindum lífs hér á jörðu. Í hnotskurn er hægt að lýsa hringrásinni þannig að koltvíoxíð (CO2...
Er sóri smitandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...
Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...
Hvað er bogaljós?
Bogaljósin (e. arc-light, arch-light) svokölluðu áttu sinn blómatíma á 19. öld áður en glóðarperan leysti þau af hólmi skömmu fyrir aldamótin 1900. Nú á dögum sjáum við bogaljós helst í ljósboganum sem myndast við rafsuðu málmhluta. Bogaljós er myndað þegar rafstraumur fer í gegnum tvö kolarafskaut sem snertast...
Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?
Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknu...
Er hægt að svitna í vatni?
Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...
Er hægt að útskýra á einfaldan hátt hvernig koltvíoxíði er breytt í stein?
Í stuttu máli er það gert með því að fanga koltvíoxíð (CO2 - einnig nefnt koltvíildi á íslensku) úr útblæstri og binda í steindir í bergi á umhverfisvænan og arðbæran hátt. Gríðarlegt magn af kolefni er bundið í grjóti í náttúrunni. Á undanförnum árum hefur íslenskum vísindamönnum tekist að beisla þetta náttúruleg...
Hverjir fremja morð á Íslandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um...
Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson) Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldis...
Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?
Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni? Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstær...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Hver eru einkenni járnskorts?
Járn er líkamanum nauðsynlegt til að mynda blóðrauða sem flytur súrefni og koltvíoxíð um blóðrásina. Einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmis ensím eða efnahvata til þess að þeir starfi eðlilega. Járnskortur leiðir til blóðleysis en vegna ensímanna veldur hann ýmsum öðrum einkennum í líkamanum eins og nánar verður vik...