Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um 60 manndrápsmál hjá lögreglu. Ef aðeins síðustu fjögur ár eru skoðuð, frá og með 2020 til 2024 eru framin um 3,6 manndráp að meðaltali á ári. En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa. Mynstrið erlendis er ekki ósvipað mynstrinu á Íslandi.

Yfir 80 prósent gerenda í morðmálum hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa.
- Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra, (2024). Ársskýrslur. Heimasíða Ríkislögreglustjóra. Sótt 23. september, 2024: https://www.logreglan.is/utgafa/arsskyrslur/
- Homicide Report, (2024). Homicide rate in Europe in 2022, by country. Statista Research Department, Sep 2, 2024. Sótt 23. september 2024: https://www.statista.com/statistics/1268504/homicide-rate-europe-country/
- Nordic Homicide Report, (2019). Nordic homicide report : Homicide in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden, 2007–2016. University of Helsinki. Sótt 23. september 2024: https://helda.helsinki.fi/items/c832b95c-a2d1-4f21-a8f6-da08ca04ac8c
- Ólafur Pálsson, (2024: 6). Manndráp áður komið í hrinum. Morgunblaðið, 17. september, 2024.
- Siegel, L.J., (2023). Criminology. Eighth Edition. Boston, MA: Cengage.
- Rauðagerðismálið, (2021). Rauðagerðismálið, ársskýrsla. Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sótt 23. september 2024: https://arsskyrsla.lrh.is/raudagerdismalid/
- Body Marking on the Pavement of the Crime Scene · Free Stock Photo. (Sótt 24.09.2024).