Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 866 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?

Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?

Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?

Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hve þung er Fokker 50?

Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...

category-iconÍþróttafræði

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er meðgangan löng hjá köttum, hundum, hestum, kúm og svínum?

Meðgöngutími hjá þeim spendýrum sem spurt er um er mislangur. Tölurnar sem hér eru gefnar upp eru meðaltal: DýrDagar Kettir63 Hundar56-58 Hestar330-340 Kýr279-290 Svín114 Þrátt fyrir að til séu mörg ræktunarafbrigði hunda þá er meðgöngutími þeirra sá sami. Hinn risavaxni stórdani gengur jafn len...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?

Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?

Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?

Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?

Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...

category-iconSálfræði

Hvernig verkar þessi skynvilla?

Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”?

Sögnin að þora stýrir bæði þolfalli og þágufalli. Þess vegna er bæði hægt að segja: „Ég þori það ekki” og „Ég þori því ekki”. Eldri dæmi Orðabókar Háskólans sýna þolfall fremur en þágufall og sama er að segja um þau fornmálsdæmi sem ég rakst á. Það voru allt þolfallsdæmi. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blön...

Fleiri niðurstöður