Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1471 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið. Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft...

category-iconTrúarbrögð

Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?

Kristur er ekki eftirnafn eða síðara nafn Jesú, heldur fela orðin Jesús Kristur í sér trúarjátningu af hálfu kristinna manna. Þessi tvö orð merkja raunar Jesús er Kristur en Kristur er gríska og merkir það sama og Messías á hebresku. Kristur eða Messías þýðir hins vegar hinn smurði á íslensku. Trúarjátningin Jesús...

category-iconHugvísindi

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...

category-iconLögfræði

Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?

Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?

Vogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, e...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?

Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?

Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir: Margur verður af aurum api?

Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?

Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fer gamanið að kárna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fer gamanið að kárna? Hvað merkir kárna og á þetta örugglega að vera kárna en ekki grána? Sögnin að kárna merkir ‘versna, úfna, fara úr lagi, rifna, verða viðsjárverður, ískyggilegur’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:448). Ásgeir telur h...

category-iconLæknisfræði

Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?

Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...

Fleiri niðurstöður