Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 641 svör fundust
Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?
Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...
Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?
Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans. Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spá...
Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...
Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...
Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?
Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sól...
Hvernig eru rafhlöður búnar til?
Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...
Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?
Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?
Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...
Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?
Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...