Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1405 svör fundust
Voru María Magdalena og María mey sama konan?
Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...
Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?
Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...
Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?
Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...
Hvað er mikill sykur í kóki?
Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...
Hvernig finnur maður ummál þríhyrnings?
Lítum á þríhyrninginn ABC. Hann hefur hornin A, B, og C og hliðarnar a, b og c, eins og sést á myndinni. Til þess að finna út ummál þríhyrnings leggjum við saman allar hliðar hans, það er: \[U_{\bigtriangleup }=a+b+c\] Til að reikna út ummálið þurfa þess vegna lengdir allra þriggja hliða þríhyrningsins að vera...
Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?
Massa hluta er hægt að gefa upp í ótalmörgum einingum, eins og til dæmis kílógrömmum (kg), grömmum (g) og milligrömmum (mg). Þegar reikna á út hlutfall tveggja massa skiptir ekki máli hvaða eining er notuð svo fremi sem að sama einingin sé á massa beggja hlutanna; þannig styttast einingarnar út og útkoman verður e...
Hver er þyngd róteindar á yoktó-mælikvarða?
Yoktó er minnsta einingin í alþjóðlega einingakerfinu (SI-kerfinu), einnig kallað metrakerfið (e. metric system), en eitt yoktó er 10-24 af sérhverri SI-grunneiningu. Alþjóðlega einingin fyrir massa er gramm og því er hlutur sem vegur eitt yoktógramm einungis 10-24 gramm. Hlutur sem vegur eitt gramm er þá 1024 yok...
Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...
Hver er allt önnur Ella?
Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég ...
Hvernig eltir maður einhvern á röndum?
Öll spurninginn hljóðaði svona: Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess? Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu...
Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...
Má ljúga í auglýsingum?
Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hvað eru til mörg lönd í heiminum?
Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...