Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 242 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...

category-iconBókmenntir og listir

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann? Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipz...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?

Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu. Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuo...

category-iconLögfræði

Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?

Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

category-iconHeimspeki

Hver er svartsýnasti heimspekingur allra tíma?

Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju l...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er saga getnaðarvarnarpillunar (hvenær var hún fundin upp og annað)? Lengi vel hafa konur leitað ýmissa leiða til þess að koma í veg fyrir getnað og hafa þannig einhverja stjórn á barneignum. Aðferðirnar hafa verið misgóðar og sjaldnast eitthvað til að treysta á. T...

category-iconTrúarbrögð

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?

Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...

category-iconHugvísindi

Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?

Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...

category-iconHeimspeki

Hvenær var Þales fyrst kallaður heimspekingur?

Spurningin í heild sinni var svona:Í svari vefjarins við spurningu um Þales frá Míletos segir: „Heimspeki er iðja sem menn hafa stundað, að því er vestræn menningarsaga hermir, í 2500 ár, með 1000 ára hléi yfir hörðustu miðaldir. Þessi iðja varð til í Grikklandi hinu forna. Fyrsti heimspekingurinn er talinn Þales ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

Fleiri niðurstöður