Hver er saga getnaðarvarnarpillunar (hvenær var hún fundin upp og annað)?Lengi vel hafa konur leitað ýmissa leiða til þess að koma í veg fyrir getnað og hafa þannig einhverja stjórn á barneignum. Aðferðirnar hafa verið misgóðar og sjaldnast eitthvað til að treysta á. Tilkoma pillunnar eftir miðja síðustu öld gjörbreytti þessu. Ein þeirra sem lagði sitt af mörkun til sögu pillunar var bandaríska kvenfrelsiskonan Margaret Sanger (1879-1966). Hún hafði lengi verið ötul baráttukona fyrir aukinni fræðslu og auknu aðgengi kvenna að getnaðarvörnum, ekki aðeins til að gera líf kvenna og mæðra auðveldara, heldur einnig vegna samfélagslegra áhrifa ótímabærra barneigna, líkt og offjölgunar eða fátæktar.[1] Á seinni hluta fimmta áratugs 20. aldar var hún farin að gera sér í hugarlund kosti þess að til væri pilla sem gæti komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Sanger sá fyrir sér pillu sem konur gætu tekið hvenær sem er og væri óháð kynlífsathöfninni sjálfri, en sú hugmynd var nýmæli á þessum tíma. Pillan yrði því tæki sett í hendur kvenna til að takmarka barneignir eftir eigin höfði. Það taldi Sanger bæði vera rétt kvenna og á þeirra ábyrgð.
- ^ Watkins, On the Pill. Ástríða Sanger fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum var einnig sprottin út frá mannkynbótastefnu, þeirri hugmynd að þeir sem taldnir voru æðri (hvít miðstétt t.d.) ættu frekar að eignast börn en þeir sem voru taldnir óæðri (fátækir, innflytjendur, fatlaðir t.d.). Um mannkynbótastefnuna sjá einnig: Gordon, bls. 244 og Þorsteinn Vilhjálmsson, bls. 125.
- ^ Watkins, On the Pill, 14, 16, 20-21.
- ^ Watkins, On the Pill, 26-27; Gordon, The Moral Property of Women, 286-288.
- ^ Watkins, On the Pill, 28-32; Gordon, The Moral Property of Women, 287-288.
- Gordon, Linda. The Moral Property of Women. A History of Birth Control Politics in America. Chicago: University of Illinois Press, 2007.
- Watkins, Elizabeth Siegel, On the Pill. A Social History of Oral Contraceptives, 1950-1970. Baltimore: The John Hopkins University Press, 1998.
- Þorsteinn Vilhjálmsson, „Betra fólk“. Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, Saga 59, nr. 1 (2021): 118-151.
- Margaret Sanger visits Los Angeles.jpg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International. (Sótt 4.12.2023).
- Gregory Pincus.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.12.2023).
- Katharine McCormick on April 22, 1913.png - Wikimedia Commons. (Sótt 4.12.2023).
- When matron was scary and nanny really did know best - Mail Online. (Sótt 4.12.2023).