Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 613 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál?

Hér er þessum spurningum svarað: Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál? Eru fallbeygingar í táknmáli? Samkvæmt vefsíðunni Ethnologue sem hefur að geyma skrá yfir tungumál heimsins eru til 142 táknmál[1] en líklegt má telja að þau séu töluvert fleiri. Rannsóknir á táknmálum hófust ekki fyrr en eftir miðja ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?

Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er mögulegt að nýtt bóluefni við COVID-19 geti haft áhrif á erfðaefni okkar?

Stutta svarið er, nei það er ómögulegt. Langa svarið, eða röksemdirnar fyrir því stutta, eru raktar hér fyrir neðan. Miklar vonir eru bundnar við að bóluefni gegn veirunni sem veldur COVID-19 komist á markað. Bóluefni eru gefin til að líkaminn geti lært á sýkla og myndað mótefni sem þekkja sýklana og muni e...

category-iconHagfræði

Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?

Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...

category-iconLífvísindi: almennt

Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað með þær sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því? ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru maurategundir ágengar á Íslandi?

Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?

Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða hellar til?

Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...

category-iconHagfræði

Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Ging gang gúllí gúllí sem skátar syngja oft?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona: Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!? Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir fuglar á Íslandi á veturna?

Árstíðaskipti eru mjög eindregin á Íslandi eins og víðast hvar á norðlægum slóðum. Hér á landi verpa að jafnaði ríflega 80 tegundir varpfugla og er meirihluti þeirra (47) farfuglar, annað hvort að öllu (25 tegund) eða að mestu leyti (22 tegundir). Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vet...

Fleiri niðurstöður