Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4706 svör fundust
Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?
Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum v...
Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...
Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?
Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...
Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?
Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var k...
Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver er munurinn á dúr og moll?
Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...
Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar ...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...
Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?
Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...
Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?
Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi. Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu...
Hvernig urðu mennirnir til?
Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...
Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?
Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til? Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra...
Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?
Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...