Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 193 svör fundust
Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?
Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...
Hver var David Hume og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Fáir heimspekingar hafa lifað svo viðburðaríku lífi að það hafi þótt í frásögur færandi. Skoski heimspekingurinn David Hume er undantekning frá þeirri reglu. Lífshlaup hans var ekki aðeins viðburðaríkt og spennandi heldur skrifaði hann stutta sjálfsævisögu sem er óviðjafnanlegt bókmenntaverk. Setningar eins og „þæ...
Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...
Eru tvinntölurnar til í raun og veru?
Tölurnar sem við notum skiptast í mismunandi flokka eða mengi sem eru misgömul í hugmyndasögunni. Elstar eru þær sem við köllum náttúrlegar tölur: 1, 2, 3 og svo framvegis. Þær hafa vafalítið fylgt mönnum frá örófi alda. Löngu áður en sögur hófust hafa menn viljað lýsa fjölda ýmissa hluta kringum sig og notað til ...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?
Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...
Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?
Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...
Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?
Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...
Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...
Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...