Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 391 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær var fyrsti bangsinn framleiddur?

Bangsinn er leikfang barna og ekki er hægt að svara með fullri vissu hvaða leikföng börn hafi haft á öllum tímum hvar í heiminum sem er. Leikföng á borð við gæludýr eru menningarbundin og lýsa ríkjandi viðhorfum til umhverfisins. Þannig hygg ég að almennt hafi eftirlíking rándýra sem gátu verið manninum hættuleg, ...

category-iconMannfræði

Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?

Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er módernismi?

Módernismi vísar til nútímans og þess sem er nútímalegt og gæti útlagst á íslensku sem "nútímahyggja". Hefð hefur þó skapast fyrir notkun hins alþjóðlega heitis. Með módernisma er oft átt við stefnu eða tímabil í listum sem nær frá seinni hluta nítjándu aldar til miðbiks eða seinnihluta þeirrar tuttugustu. Móderni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar skáld var William Blake?

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?

Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?

Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna. Hin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....

category-iconBókmenntir og listir

Hver var György Lukács og fyrir hvað er hann þekktur?

Ungverski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn György eða Georg Lukács (1885-1971) var einn áhrifamesti og umdeildasti fræðimaður marxískrar hefðar á tuttugustu öld. Þekktastur er Lukács fyrir endurskoðun sína á undirstöðukenningum marxískrar þjóðfélagsgreiningar, kenningar sínar um skáldsöguna og skrif sín u...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Zaraþústra?

Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...

Fleiri niðurstöður